134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

þingsköp Alþingis.

10. mál
[17:22]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg):

Frú forseti. Það hefur verið ítarlega rökstutt hér á þingi að eðlilegra hefði verið að ræða frumvarpið um Stjórnarráðið á undan því frumvarpi sem hér er til umræðu. Þau rök eru skýr.

Ég beini því til frú forseta að taka ákvörðun um að fresta umræðu um þetta frumvarp. Taka frumvarpið um Stjórnarráð Íslands á dagskrá og halda áfram umræðunni um þingsköp að þeirri umræðu lokinni. Það blasir við að það sé leið til sátta og þar með geti samræðulistin átt sér stað hjá listamönnum Samfylkingarinnar.