134. löggjafarþing — 3. fundur,  4. júní 2007.

Stjórnarráð Íslands.

1. mál
[18:29]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því bara að hv. þingmaður skipar sér í hóp þeirra þingmanna sem telja að frumvarpið gangi í raun og veru of skammt og vill ganga lengra, og ítrekar það úr sæti sínu. Það ætti þá ekki að vefjast fyrir henni að styðja þetta mál svo langt sem það nær og slást síðan í hópinn með þeim sem vilja ganga lengra við fyrsta tækifæri. Það verður einhvern tímann að stíga fyrsta skrefið í þessum breytingum. Það er það sem ég hef verið að reyna að segja í dag í þessari umræðu. Þetta eru ekkert miklar eða flóknar breytingar sem verið er að leggja til á lögunum um Stjórnarráðið. Þetta er bara það í rauninni sem hver þingmaðurinn á fætur öðrum er búinn að vera að tala um í mörg ár. Þess vegna skil ég ekki af hverju gert er veður í þessari umræðu út af þessum sjálfsögðu breytingum.