134. löggjafarþing — 4. fundur,  5. júní 2007.

þátttaka Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu á Evrópska efnahagssvæðinu.

2. mál
[15:43]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Enn þakka ég upplýsingar sem komu fram í máli hæstv. ráðherra og það er athyglisvert að Svíar og Finnar hafa ákveðið að nýta sér ekki þessa fresti eins og fram kom í máli hæstv. ráðherra.

Ég hlýt enn að velta því fyrir mér hvort það sé ofverkið stjórnsýslunnar að hrinda í framkvæmd þeim fyrirheitum og aðgerðum sem hæstv. ráðherra nefndi vegna þeirra 30 milljóna manna sem hér um ræðir. Eins og ég sagði áðan sé ég ekki annað en þetta sé bitamunur en ekki fjár en það kann vel að vera að það séu einhverjar forsendur til þess, einhverjar sem koma þá kannski fram í umræðum á eftir og eins í nefndarstarfi.