134. löggjafarþing — 4. fundur,  5. júní 2007.

þátttaka Lýðveldisins Búlgaríu og Rúmeníu á Evrópska efnahagssvæðinu.

2. mál
[15:49]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla rétt að leyfa mér að vona að það sé ekki búið að verkafólki, hvorki innlendu né erlendu, nokkurs staðar annars staðar á landinu eins og upplýst hefur verið að gert hefur verið á Kárahnjúkum.

Það er rétt að Vinstri græn áttu ásamt Samfylkingunni mjög gott samstarf við framsóknarmenn um Reykjavíkurlistann. Gefst nú varla tími til að ræða það hér í þessum andsvörum en formaður stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur á þessum árum var jú frá Framsóknarflokknum og það er kannski það sem hv. þingmaður er að vísa til með þessum orðum sínum.

Það er rétt að umhverfisspjöll hafa verið unnin á Hellisheiði og víðar vegna virkjana. En við skulum ræða það þegar þar að kemur, ég var hér að tala um stóriðjustefnuna og hvernig hún sogar erlent vinnuafl inn í landið og hvernig við ætlum að bregðast við því. Ég leyfi mér að fullyrða að það er vonandi (Forseti hringir.) alls staðar skárra en á Kárahnjúkum.