134. löggjafarþing — 5. fundur,  6. júní 2007.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

11. mál
[18:58]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það er afar erfitt að henda reiður á því í þessari umræðu hvað ég hef sagt sem pirrar hæstv. ráðherra svo mikið. Hann fullyrðir að ég sé ómálefnalegur. Hann heldur uppi ýmsum fullyrðingum og ef ég ætti að fara í tilfinningaskalann, eins og hæstv. ráðherrar Samfylkingarinnar hafa gert gagnvart mér, þá mundi ég halda að hæstv. iðnaðarráðherra væri með djúpt samviskubit. Er það svo, hæstv. ráðherra? Er eitthvert samviskubit í gangi?

En ég fagna þeirri yfirlýsingu sérstaklega að hæstv. iðnaðarráðherra muni vilja styðja mig í vopnaleitinni, að finna haldbær stjórnsýslutæki til að útrýma kynbundna launamuninum og gera betur en segir í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar.