134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

varamenn taka þingsæti.

[10:32]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá hv. 5. þm. Reykv. s., Kolbrúnu Halldórsdóttur, dagsett 8. júní sl.:

„Þar sem ég get ekki af persónulegum ástæðum sótt þingfundi á næstunni óska ég eftir því, með vísun til 2. mgr. 53. gr. þingskapa, að 1. varamaður á lista Vinstri hreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður, Auður Lilja Erlingsdóttir, taki sæti mitt á Alþingi á meðan.“

Kjörbréf Auðar Lilju Erlingsdóttur hefur þegar verið rannsakað og samþykkt en hún hefur ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirskrifa drengskaparheit að stjórnarskránni.

 

[Auður Lilja Erlingsdóttir, 5. þm. Reykv. s., undirritaði drengskaparheit um að halda stjórnarskrána.]