134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

tilkynning um dagskrá.

[10:33]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill tilkynna að um kl. 1.30, að loknu hádegishléi, fer fram umræða utan dagskrár um áhrif framsals aflaheimilda í sjávarbyggðum landsins. Málshefjandi er hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson. Hæstv. sjávarútvegsráðherra verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.