134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

11. mál
[11:17]
Hlusta

Frsm. meiri hluta heilbrn. (Pétur H. Blöndal) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er ekki alls kostar rétt hjá hv. þingmanni að bara sé talað um 67 ár. Menn geta nefnilega frestað töku lífeyris til 72 ára (Gripið fram í.) og eru þar af leiðandi ekki aldraðir í þeim skilningi. (Gripið fram í.) Það er líka í reglum um opinbera starfsmenn að þeir megi vinna til sjötugs og í reglum mjög margra lífeyrissjóða eru þessi mörk fljótandi. Það er ekkert til sem heitir að menn séu löggilt gamalmenni 67 ára og ég ætla að vona að hv. þingmaður fari ekki að taka það upp að segja við fólk: Þú ert löggilt gamalmenni, þú átt að hegða þér svona og svona. Og þú ert unglingur og þú átt að hegða sér svona og svona, flokka fólk í einhverja hópa. (Gripið fram í.)