134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

almannatryggingar og málefni aldraðra.

11. mál
[11:18]
Hlusta

Frsm. minni hluta heilbrn. (Þuríður Backman) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil spyrja hv. þingmann hvort mat hafi verið unnið á áhrifum af þessum breytingum á aðra lífeyrisþega og fólk á vinnumarkaðnum, hvort gert hafi verið heildstætt mat og farið vel yfir það hvaða áhrif þessi breyting muni hafa á aðra launþega, hvort sem það eru lífeyrisþegar eða úti á hinum almenna vinnumarkaði. Var leitað eftir samstarfi við Landssamband eldri borgara, ASÍ og Samtök atvinnulífsins eins og lofað hefur verið og heitið í nokkurn tíma, þ.e. að ekki verði unnið að svona breytingum nema í nánu samstarfi? Hefur þetta samstarf átt sér stað? Ef ekki, hvernig verður þá unnið að áframhaldandi vinnu við þessa aðila?