134. löggjafarþing — 8. fundur,  12. júní 2007.

aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

12. mál
[15:46]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka þessar upplýsingar frá hv. þm. Ástu Ragnheiði Jóhannesdóttur. Ég vil bara að það komi skýrt fram að ég var alls ekki að kvarta undan fjölda þeirra sem heimsóttu nefndina. Það hafði meira að segja láðst að kalla til fulltrúa frá t.d. Alþjóðahúsi og reyndar líka frá BSRB og ef til vill einhverjum fleirum. Það var nú leyst snöfurmannlega varðandi Alþjóðahúsið af hv. formanni nefndarinnar og haft samband þangað sem sýnir sig í nefndarálitinu. Ég var ekki að kvarta undan fjöldanum, það hefðu gjarnan mátt vera fleiri en það hefði líka mátt vera betri tími.