134. löggjafarþing — 9. fundur,  13. júní 2007.

frestun á fundum Alþingis.

14. mál
[10:55]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Það er væntanlega öllum þingmönnum kunnugt að ríkisstjórnin er bráðabirgðalöggjafi þegar Alþingi er ekki að störfum og getur gefið út bráðabirgðalög þegar brýna nauðsyn ber til. Engin ríkisstjórn getur gefið frá sér það vald sem henni er falið að þessu leyti til í stjórnarskránni og hefur ekki leyfi til þess að afsala sér slíkum heimildum sem stjórnarskráin gerir ráð fyrir. Þetta er auðvitað svarið við spurningu hv. þingmanns.

Hitt er annað mál að ég get upplýst að það hefur ekki borið á góma að beita þessu valdi með neinum þeim hætti sem hv. þingmaður gaf í skyn.