134. löggjafarþing — 9. fundur,  13. júní 2007.

aðgerðaáætlun til að styrkja stöðu barna og ungmenna.

12. mál
[11:24]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Við Vinstri græn munum styðja þessa þingsályktunartillögu þó að okkur sé fyllilega ljóst að það mun mikið vatn renna til sjávar áður en öll þau góðu áform sem þar er lýst geta orðið að veruleika, ekki síst vegna þeirrar andstöðu sem fram hefur komið í þingsölum, m.a. frá einum hv. þm. Sjálfstæðisflokksins, Einari Oddi Kristjánssyni.

Við munum hér eftir sem hingað til hvetja félagsmálaráðherra, úr hvaða flokki sem hann er, til dáða í málefnum barna, ungmenna og fjölskyldna þeirra því að það skiptir miklu fyrir okkar samfélag að þar sé vel að verki staðið. En þessari áætlun þurfa að fylgja peningar, ekki síst til sveitarfélaganna, herra forseti.