134. löggjafarþing — 9. fundur,  13. júní 2007.

viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík.

13. mál
[12:23]
Hlusta

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er afar ánægð með það að hv. þm. Álfheiður Ingadóttir skuli vera mér sammála um það að afnám sérreglna fyrir fyrirtæki sé til bóta og fagna því að við séum sammála um það.

Varðandi afnám leyndar á orkusamningi er ég ekki alveg eins sammála hv. þingmanni. Ég tel þau rök að þarna sé um að ræða viðskiptasamninga fyrirtækja sem eru í samkeppni hvert við annað vega þyngra en þau rök sem þingmaðurinn nefndi.