134. löggjafarþing — 9. fundur,  13. júní 2007.

viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík.

13. mál
[14:03]
Hlusta

Gunnar Svavarsson (Sf):

Virðulegi forseti. Ég hef farið yfir sjónarmið mín í þessu máli, bæði á fimmtudaginn og í morgun. Ég ítreka að umræddur samningur er tvíhliða samningur, annars vegar á milli ríkisstjórnar Íslands og Alcan Holdings, en Hafnarfjarðarbær á eftir að sækja ákveðin atriði til ríkisins eins og kemur fram í nefndaráliti. Ég styð þetta frumvarp og vísa að öðru leyti til þess sem ég sagt í umræðu um þetta mál.