134. löggjafarþing — 9. fundur,  13. júní 2007.

viðaukasamningur um álbræðslu við Straumsvík.

13. mál
[14:03]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég hef lýst þeirri skoðun minni að ég telji þetta mál vanbúið. Ég tel mjög mikilvægt að standa fast á rétti sveitarfélaga í stóru og smáu til þess að halda utan um tekjustofna sína gagnvart ríkinu og ég tel að þess hafi ekki verið nógsamlega gætt í þessu máli. Ég sit því hjá við atkvæðagreiðsluna.