134. löggjafarþing — 10. fundur,  13. júní 2007.

Stjórnarráð Íslands.

1. mál
[15:51]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf) (andsvar):

Það er reyndar ekki mín meining, hv. þm. Árni Þór Sigurðsson, að þetta sé þannig.

Það sem ég vil segja að lokum í sambandi við þetta er að viðbótarákvæðið um að ráðherra setji ákveðnar reglur um málið, hvernig auglýsa skuli innan Stjórnarráðsins, finnst mér mjög jákvætt. En grundvallaratriðið er að þeir sem hafa starfað í ráðuneytunum og staðið sig vel í störfum fái að njóta þess. Þannig skil ég þetta, í staðinn fyrir að þurfa að fara í rosaleg viðtöl, í gengnum ráðningarskrifstofur og ég veit ekki hvað og hvað. Margt fólk veigrar sér orðið við því, í því samfélagi sem við búum í núna, að sækja um störf vegna þess að það þarf að komast í gegnum alls konar síur.

Auðvitað á að vera meginmarkmið að störfin séu auglýst enda gerum við ráð fyrir því að það sé reglan. Hins vegar er verið að veita heimild til að það þurfi ekki að auglýsa alltaf. En auðvitað hlýtur það að vera meginreglan að auglýsa. En Vinstri grænir tala eins og eins og verið sé að afnema að það að auglýsa. Áherslan og þunginn hefur verið slíkur á málinu hjá þeim. (Gripið fram í: Og stéttarfélögin.) Stéttarfélögin, já, þau hafa túlkað þetta svona. Það kom fram á allt of stuttum fundi, ég skal viðurkenna það. En tíminn er ekki alltaf nægur.

En það er nauðsynlegt að fram komi bæði viðhorfin í þessu máli. Það hefur oft verið talað um að (Forseti hringir.) tími hins unga og uppvaxandi eigi að koma og hinir eldri eigi að detta út og ekkert að njóta þess sem þeir hafa verið að vinna.