135. löggjafarþing — 3. fundur,  3. okt. 2007.

tilkynning um dagskrá.

[13:32]
Hlusta

Forseti (Einar Már Sigurðarson):

Forseti vill geta þess að tvær utandagskrárumræður verða í dag. Hin fyrri hefst nú á eftir að loknum dagskrármálunum fjórum og er um horfur í efnahagsmálum og hagstjórn. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Hæstv. forsætisráðherra verður til andsvara. Hin síðari hefst um kl. 2.30 strax að lokinni fyrri utandagskrárumræðunni og er um mótvægisaðgerðir. Málshefjandi er hv. þm. Guðni Ágústsson. Hæstv. forsætisráðherra verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 2. mgr. 50 gr., samanber 72. gr. þingskapa, og standa í eina klukkustund hvor.