135. löggjafarþing — 4. fundur,  4. okt. 2007.

fjárlög 2008.

1. mál
[19:44]
Hlusta

Gunnar Svavarsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég var staddur á fundi í gær þar sem ég útnefndi ákveðinn fundarmann viðurkenningu. Taldi ég að hann ætti skilinn þann mikla heiður að fá bjartsýnisverðlaun. En hann hafði þann háttinn á að hann gat alltaf komið Reykjavíkurflugvallarumræðu inn í umræðu um að því er virtist ótengd mál. Það er kannski eins með síðasta andsvar félaga míns, hv. þm. Ögmundar Jónassonar. Hér vorum við einfaldlega að upplýsa um ákveðin mál. Ég fór yfir það að í kjölfar umræðu í dag, líkt og hv. þm. Ögmundur Jónasson fór í umræðu um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins enda þekkir hann þar vel til.

Á einhvern hátt þróaðist þetta andsvar út í að fjalla um deildaskiptingu í stjórnmálaflokkum. Ég verð að segja að í það ekki þannig í mínum stjórnmálaflokki að við séum með slíkar deildir. (Gripið fram í.) Aðrir stjórnmálaflokkar (Gripið fram í.) hafa kannski slíkar deildir. Ég á einfaldlega eftir að kynna mér það.

En ég vil bara að lokum eftir andsvör mín við ræðu hv. þm. Ögmundar Jónassonar nota enn og aftur tækifærið og þakka fyrir málefnalega umræðu í dag.