135. löggjafarþing — 5. fundur,  9. okt. 2007.

.

. mál
[13:32]
Hlusta

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Um klukkan tvö, að loknum óundirbúnum fyrirspurnum, fer fram umræða utan dagskrár um fyrirhugaðan flutning Atvinnuleysistryggingasjóðs. Málshefjandi er hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson. Hæstv. félagsmálaráðherra, Jóhanna Sigurðardóttir, verður til andsvara. Umræðan fer fram skv. 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.