135. löggjafarþing — 5. fundur,  9. okt. 2007.

4. fsp.

[14:00]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Það er rétt að mikið hefur breyst varðandi skipulag náttúruminjasafna í aldanna rás. Þetta er 118 ára gömul saga sem við erum að ræða um, þrautaganga byggingar yfir náttúruminjasafn á Íslandi. Það verður að segjast eins og er að staðarvalið, að velja því stað í Vatnsmýrinni var ekki tilviljun. Þetta er rúmgóð 11 þús. fermetra lóð í tengslum við vísindasamfélagið, í tengslum við Háskóla Íslands og í miðju safnahverfi Kvosarinnar. Ávinningurinn af staðsetningunni er augljós. Þarna yrði náttúruminjasafn í næsta nágrenni við Þjóðminjasafn, Árnastofnun, Þjóðarbókhlöðu, Listasafn Íslands og Listasafn Reykjavíkur, Norræna húsið. Nálægðin við kennslu í líffræði, landafræði og jarðvísindum skapar einnig færi á samnýtingu.

Ráðherra svaraði engri af þessum þremur spurningum mínum um hvort henni hafi verið kunnugt um þessi fyrirheit, (Forseti hringir.) Það er óþarfi að tala eins og staðarvalið í Vatnsmýrinni hafi verið einhver tilviljun. Það er rangt.