135. löggjafarþing — 6. fundur,  10. okt. 2007.

vernd fyrir þolendur heimilisofbeldis.

68. mál
[13:38]
Hlusta

dómsmálaráðherra (Björn Bjarnason) (S):

Virðulegi forseti. Ég tel að lögregla hafi samkvæmt lögum heimildir til að grípa inn í mál af þeim toga sem hv. þingmaður nefndi. Ég er þeirrar skoðunar að það sé framlag af okkar hálfu í ráðuneytinu að leggja fram sérstakt frumvarp um nálgunarbann með þeirri stefnumörkun sem þar kemur fram og er samið af réttarfarsnefnd, þar með sé þetta mál lagt fyrir Alþingi og eðlilegt að Alþingi taki afstöðu til frumvarpsins. Ef Alþingi vill breyta því er það málefni þingsins en við leggjum tillöguna fram.