135. löggjafarþing — 7. fundur,  10. okt. 2007.

skattaívilnanir vegna rannsókna- og þróunarverkefna.

14. mál
[15:24]
Hlusta

Flm. (Höskuldur Þórhallsson) (F) (andsvar):

Frú forseti. Ég tel mig hafa náð þessu algjörlega og skil málið. Ég kalla aftur á móti eftir ávísuninni. Ég tel að þingmenn Samfylkingarinnar séu einfaldlega í mjög góðri aðstöðu til að leggja hana fram, hún er allt annars eðlis en það sem kemur fram í stjórnarsáttmálanum eins og ég skil hann.

Að lokum vil ég þakka fyrir þá góðu umræðu sem fór hér fram um þingsályktunartillöguna. Ég fann að afar vel var tekið í tillöguna, og sérstaklega af hálfu samfylkingarmanna, og trúi ekki öðru en að hún eigi greiða leið til viðeigandi nefndar og svo í síðari umræðu.