135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

fjáraukalög 2007.

103. mál
[11:17]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég hlýt að krefjast þess að fjármálaráðherra komi með tölur um stöðu þessa verks, bæði hvað varðar heildarútgjöld sem áætluð eru til verksins, hvernig það stendur í dag og hvenær ætlunin er að því verði lokið. Það að ætla að skjóta sér áfram á bak við heimildargrein eins og ráðherra reyndi að gera er að mínu mati á svig við lög, en það er annað mál, en ég krefst þess að hæstv. ráðherra komi með þessar tölur strax og opinberi fyrir þingheimi hver staða kostnaðar sé, bæði áætlunarkostnaðar og þess kostnaðar sem kominn er í Grímseyjarferjuna eða Hafnarfjarðarferjuna sem er enn þá föst í Hafnarfirði og enginn veit hversu lengi verður þar.