135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

fjáraukalög 2007.

103. mál
[11:18]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Það er sjálfsagt að þessum upplýsingum verði komið á framfæri við nefndina eins og hefðbundið er þegar farið er dýpra ofan í einstök mál. Eins og kom fram í máli hv. þingmanns þá er ekki um það að ræða að það séu neinar sérstakar fjárveitingar eða einhverjar sérstakar heimildir vegna Grímseyjarferjunnar í þessu frumvarpi sem hér er um að ræða en að sjálfsögðu er ekkert því til fyrirstöðu að upplýsa hv. þingmann og aðra þingmenn um stöðu málsins á vettvangi nefndarinnar.