135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

fjáraukalög 2007.

103. mál
[15:55]
Hlusta

Kristján Þór Júlíusson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil segja það eitt við þessa umræðu að ég fagna því hversu góða samleið við virðumst eiga, vinstri græn og sjálfstæðismenn, í þessum efnum, þ.e. að verja eignir okkar skemmdum. Ég álít raunar að mjög myndarlegt átak hafi verið gert í þeim efnum, bæði af hálfu sveitarfélaga og ríkisins á síðustu árum. Það má samt alltaf gera betur.

Ég skynja það og finn að það er fullur vilji til þess, enda er það einfaldlega vörn á þeim eignum sem ríkissjóður hefur komið sér upp að sinna vel viðhaldi á þeim. Það er bara vel. Það er fínt og gott að heyra að um þetta er góð samstaða.