135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

stjórn fiskveiða.

91. mál
[19:00]
Hlusta

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Forseti. Þar deilum við skoðunum, ég og hv. þm. Karl V. Matthíasson, ég sætti mig ekki heldur við að menn líti á það sem ávísun á eign að fá að leigja hana eða fá að greiða gjald fyrir hana. Ég skil ekki heldur að menn geti notað það ákvæði til þess að kasta eign sinni á það sem verið er að greiða fyrir. En það gera menn nú samt. (Gripið fram í.) Það er ekki misskilningur frekar en það að þeir fara með þessa heimild eins og sína eign. Það er ekki hægt að innkalla hana. Það er ekki hægt að breyta henni. Það getur varðað við eignarrétt stjórnarskrár að hrófla við henni. Þannig er málum komið eftir meira en 20 ára stjórn fiskveiða með þessum hætti.

Og þetta er viðurkennt í þjóðfélaginu, viðurkennt af bankastofnunum, lánastofnunum og öðrum þeim sem taka veð í veiðiheimildunum og lána út á þær fé. Það er viðurkennt að það gera menn vegna þess að þeir líta á þetta sem sína eign og til eigin ráðstöfunar eingöngu.