135. löggjafarþing — 9. fundur,  15. okt. 2007.

tilraunaveiðar í Ísafjarðardjúpi.

[15:13]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf):

Herra forseti. Menn hafa rætt um það fleiri klukkutíma í þinginu hversu bagalegt og alvarlegt ástand niðurskurðurinn á þorskinum sé og svo er verið að veita heimild til að veiða í æ meira mæli en margir vildu láta gera í samræmi við það sem Hafrannsóknastofnun lagði til. Ég verð að segja að ég tel það mjög gleðilegt ef hægt verður að finna út aðferð til að fá frekar ýsu í troll en þorsk. Reyndar verð ég sjálfur að segja eins og er að mér finnst það með eindæmum en ég hef ekki heyrt neinn þeirra sem hafa tekið til máls ræða það. (Gripið fram í: Nú?) Ég fagna því ef er hægt að gera þetta.

Stærð togarans segir ekki endilega til um skaðsemi veiðarfærisins. Maður getur verið á togara, hent út öngli og dregið alveg eins (Gripið fram í.) og verið með gríðarlega umfangsmikið troll. Ég bara bendi á það að stærð skipsins er ekki endilega það sem segir til um (Gripið fram í: … togara.) umfang og kraft veiðarfærisins sem dregið er eftir botninum. Það getur verið stór togari á veiðum. (Gripið fram í.) Það eru t.d. til fjölveiðiskip þar sem menn eru á línu, miklu stærri skipum en við gerðum okkur grein fyrir að gætu verið að veiða á línu í gamla daga eða færu í það á meðan minni skip eru á snurvoð sem getur eyðilagt botninn líka þannig að við þurfum ekki endilega að draga þá ályktun að stærð skipsins eyðileggi botninn (Gripið fram í.) eða segi til um veiðarfærin.

Svo getur líka verið að aðstæðurnar séu þannig að það verði að hafa þetta á þessum stað.