135. löggjafarþing — 11. fundur,  17. okt. 2007.

fangelsismál.

99. mál
[14:18]
Hlusta

Álfheiður Ingadóttir (Vg):

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að taka þetta mál upp og ég tek undir varnaðarorð um að einkarekstur á fangelsum eigi ekki við hér á landi og hafi ósköp lítið með kúltúr að gera eins og hæstv. ráðherra nefndi áðan. Ég veit ekki betur en hugmyndir Sjálfstæðisflokksins og nýfrjálshyggjuliðsins hér um einkavæðingu séu einmitt sóttar almennt til Bandaríkjanna og Bretlands og venjulega studdar dæmum þaðan. Því er ekkert óeðlilegt þó bent sé á hver reynslan sé af slíku í Bretlandi og í Bandaríkjunum.

Ég legg áherslu á mikilvægi þess að hafa samfellu í byggingum í fangelsismálum. Það þarf að drífa í framkvæmdum á Litla-Hrauni. En ég tel líka að það þurfi að byggja deildaskipt kvennafangelsi á Íslandi.