135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

eignarhlutur ríkisins í Landsvirkjun.

[10:38]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Virðulegi forseti. Mér er ljúft að svara spurningu hv. þingmanns þótt hún varði ekki beint störf þingsins á þessum degi. Það stendur ekki til af hálfu núverandi ríkisstjórnar að einkavæða Landsvirkjun. Það er mjög skýrt.

Hvort félaginu verði breytt í hlutafélag er önnur spurning og henni hefur ekki verið svarað. Ekki hefur verið tekin afstaða til þess hvort þessu stóra og öfluga fyrirtæki, sem nú er allt í eigu ríkisins, verði breytt í hlutafélag. Það er spurning sem eftir á að taka afstöðu til.