135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

Hagstofa Íslands og opinber hagskýrslugerð.

128. mál
[11:35]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Herra forseti. Hér er vissulega hreyft mikilvægu atriði af hálfu hv. þingmanns og þetta er einmitt einn mergurinn málsins í frumvarpinu enda var það samið í góðu samstarfi við Persónuvernd.

Nú á tímum eru þessi sjónarmið mjög mikilvæg eins og við öll vitum. En gömlu lögin höfðu ekki innifalin nein ákvæði af þessu tagi, um meðferð trúnaðarupplýsinga eða vernd persónulegra gagna. Úr því er bætt með þessu frumvarpi og vænti ég þess að við getum öll fallist á það.