135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

raforkulög.

129. mál
[12:19]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Mér er sagt að ég geti ekki haldið tvær ræður í röð. Ég óska eftir því að sjá það í þingskapalögum hvar það stendur að það sé ekki hægt. Ég hef rétt til þess að halda tvær ræður og geri ráð fyrir að við eigum eftir að taka þetta upp til umræðu þá á öðrum vettvangi þingsins. Ég ætla ekki að fara að leggjast í eitthvert karp hér.

Mín ræða átti að vera ósköp stutt, reyndar ekki miklu lengri en ein setning vegna þess að hæstv. iðnaðarráðherra kom ekki upp í andsvar öðru sinni þegar ég beindi til hans spurningu. Ég ætlaði ekki að segja annað en þetta: Þögn er sama og samþykki.