135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[13:06]
Hlusta

Guðni Ágústsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er alveg ljóst mál að það er ekki mikil samstaða um þessi mál, hvorki innan landbúnaðarins né annars staðar. Það kann samt svo að vera að innan Stjórnarráðsins og líka á þeim bæ kyngi menn ótrúlega miklu í valdi óttans. Ég verð var við mjög mikla ólgu í þessu máli. Ég verð líka var við í flokki hæstv. landbúnaðarráðherra að margir hafa þá skoðun sem ég hef hér sett fram, óttast þessa för og treystu því að hægt yrði að snúa málinu á nýjan veg með nýjan landbúnaðarráðherra á þessu sumri.

Nú sjá menn um allt Ísland að tveggja manna tal á Þingvöllum vegur þyngra í frjálsum stjórnmálaflokkum en skynsemin. Menn fara sínar leiðir hiklaust, þingflokkar skulu kyngja því (Forseti hringir.) sem foringjarnir hafa ákveðið.