135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[14:30]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Aðeins út af málefnum aldraðra. Það hefur legið fyrir að ætlunin er að sá málaflokkur flytjist yfir til félagsmálaráðuneytisins en nákvæmari útfærsla á því mun sjá dagsins ljós í því frumvarpi sem ég gat um áðan. Þá verður kynnt nákvæmlega hvernig að því máli verður staðið. Það eru grá svæði í því þar sem félagslegi þátturinn og heilbrigðisþátturinn sem varðar eldri borgara skarast og það þarf að koma því fyrir með skynsamlegum hætti eins og allir gera sér náttúrlega grein fyrir.