135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

tilfærsla verkefna innan Stjórnarráðs Íslands.

130. mál
[15:39]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil aðeins svara einu atriði sem hv. þingmaður beindi sérstaklega til mín og það er spurningin um framtíð Hólaskóla. Ég vil bara svara því til að það er ekkert í þessu frumvarpi sem raskar stöðu skólans eða bindur hann við aðra skóla eins og hv. þingmaður var að velta fyrir sér að hefði verið í umræðunni. Það sem verið er að gera er að flytja forræði þessara tveggja landbúnaðarskóla milli ráðuneyta. Hvað síðan kann að koma og hver kann að verða niðurstaða manna síðar meir kemur þessu frumvarpi ekkert við en mér vitanlega er ekkert sérstakt í gangi í þeim efnum.