135. löggjafarþing — 12. fundur,  18. okt. 2007.

vatnalög.

94. mál
[17:21]
Hlusta

Siv Friðleifsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Eins og komið hefur fram hér áður í umræðunum hefði hæstv. iðnaðarráðherra verið í lófa lagið að skipa þá nefnd sem átti að fjalla um þetta mál og samkomulag var gert um fyrir fjórum mánuðum (Gripið fram í.) síðan. En það var ekki gert og þess vegna erum við í þeim sporum sem við erum í núna. Af þeim sökum munum við framsóknarmenn sitja hjá við þessa atkvæðagreiðslu.