135. löggjafarþing — 13. fundur,  18. okt. 2007.

vatnalög.

94. mál
[17:26]
Hlusta

Frsm. iðnn. (Katrín Júlíusdóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Þegar við fórum að skoða þetta mál aðeins nánar áttuðum við okkur á því að óhjákvæmilegt er að gera breytingu á einu ártalinu til. Þetta snýst um að við þurfum að lengja frest sem vatnafélög hafa samkvæmt vatnalögunum til að laga starfsemi sína að þeim. Við hv. þm. Kristján Þór Júlíusson, varaformaður iðnaðarnefndar, leggjum því til að þau hafi þá frest til 1. janúar 2009 þannig að það formsatriði sé á hreinu líka.