135. löggjafarþing — 13. fundur,  18. okt. 2007.

sala áfengis og tóbaks.

6. mál
[17:53]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S) (andsvar):

Herra forseti. Ég hefði gjarnan viljað fá skýrari svör frá hv. þingmanni. Hvort ekki væri einmitt rétt að ganga alla leið strax með þetta frumvarp og fá fram sjónarmið hans með tilliti til þeirra hagsmuna sem eru augljósir gagnvart landsbyggðinni. Hvort ekki væri nær að láta umræðuna snúast um það að ganga alla leið og snúa sér þá að hinum svokölluðu mótvægisaðgerðum þar sem sumir hverjir hafa kannski farið út um víðan völl en vissulega þarf að taka þá umræðu.

Ég vil fá skýrari svör við þessu: Er ekki rétt að ganga alla leið strax, að segja eins og ég segi hér að það sé bara rökrétt að ganga alla leið strax og klára málið þannig?