135. löggjafarþing — 16. fundur,  1. nóv. 2007.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

142. mál
[15:50]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fór lauslega yfir skýringar á því hvers vegna verið væri að fækka í ráðinu frá því sem var í frumvarpi nefndarinnar og tel mig hafa sett fram rök fyrir því. Ég tek undir það með hv. þingmanni að sveitarfélögin eru stór atvinnurekandi og þau hafa skyldur í jafnréttismálum alveg eins og ríkið. Mér finnst að horfa þurfi til þess í félags- og tryggingamálanefnd hvort ekki sé rétt að skoða hvort Samband íslenskra sveitarfélaga fái fulltrúa í þessa nefnd. Ég hef ekki séð nein sérstök rök fyrir því að svo verði ekki og það yrði þá að koma fram í umfjöllun nefndarinnar ef slík rök eru til staðar. Ég er alveg opin fyrir því að Samband íslenskra sveitarfélaga eigi sinn fulltrúa í nefndinni.