135. löggjafarþing — 16. fundur,  1. nóv. 2007.

notkun raflagna og raffanga á Keflavíkurflugvelli.

65. mál
[16:44]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ágæti hv. 7. þm. Suðurk. Atli Gíslason, og hæstaréttarlögmaður. Menn kann að greina á um það hvernig beri að túlka lagaákvæðin. Að sjálfsögðu eigum við að fjalla um það og ég tel að ég hafi gert tæmandi grein fyrir því í sambandi við sjónarmið mín áðan.

Það var annað efnisatriði sem kom fram hjá hv. þingmanni. Það er nú stundum sagt að það sé spurningin um það hvenær hið villta vinstri mætir hægri. Nú er svo komið að hv. þm. Atli Gíslason telur nauðsyn að ríghalda í skjaldarmerki danska arfakonungsins.