135. löggjafarþing — 16. fundur,  1. nóv. 2007.

stjórn fiskveiða.

25. mál
[20:30]
Hlusta

Atli Gíslason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Róbert Marshall heldur því fram að hér sé ekki staðið fyrir málefnalegri umræðu, um einhverjar 20 þúsund íbúðir í Reykjavík. Það hef ég reyndar aldrei nefnt en ég hef nefnt hver þróunin hefur verið síðustu 24 ár í þessu kerfi. Hún er ekki bara alvarleg fyrir byggðir landsins, hún er alvarleg fyrir efnahag þjóðarinnar vegna þess að nytjastofnarnir eru á niðurleið. Með togveiðum er búið að skrapa upp botninn með þeim hætti að uppeldisstöðvar og hrygningarstöðvar eru úr leik og það á að fara að heimila dragnótaveiðar og togveiðar inni á uppeldisstöðvunum. Staðan er sú að við erum ekki að vernda fiskstofnana, við erum ekki að stuðla að hagkvæmari nýtingu þeirra, við erum ekki að treysta atvinnu og ekki að efla byggð í landinu. Mér er fullkomin alvara. (Gripið fram í.) Það er útúrsnúningur hjá hv. þm. Róberti Marshall að taka þetta atriði út úr umræðunni og gera það að umtalsefni sínu í andsvörum hér.