135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

fjárfestingar í jarðhita í Suðaustur-Asíu.

[15:19]
Hlusta

Valgerður Sverrisdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ekki rétt að málum staðið, segir hæstv. forsætisráðherra, þannig að þarna er hann að snupra fyrrverandi borgarstjóra í Reykjavík, Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, sem var í forustu fyrir því að leiða saman tvö fyrirtæki, Geysir Green Energy og REI í útrás í orkugeiranum. Það liggur þá fyrir að hæstv. forsætisráðherra er ósammála fráfarandi meiri hluta í borginni og félögum sínum í Sjálfstæðisflokknum um þetta, eða a.m.k. fyrrverandi borgarstjóra, um að þarna eigum við Íslendingar möguleika og að það eigi að leiða saman þessi öfl í útrásinni.