135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

fjárfestingar í jarðhita í Suðaustur-Asíu.

[15:20]
Hlusta

forsætisráðherra (Geir H. Haarde) (S):

Herra forseti. Ég held að það hafi engum manni dottið í hug að þarna séu ekki mikilvæg tækifæri fyrir hendi. En allir þeir sem komu nærri því máli sem þingmaðurinn nefndi hér um daginn hafa viðurkennt að mönnum hafi verið verulega mislagðar hendur í því tiltekna máli. Það er ekki verið að snupra einn eða neinn þó að haft sé orð á því og ég veit ekki betur en að meira að segja borgarfulltrúi Framsóknarflokksins hafi haft um það orð að þarna hefði ýmislegt mátt betur fara.