135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

tekjuskattur.

36. mál
[19:03]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það var einmitt þetta sem ég ætlaði að koma inn á. Ég get illa svarað fyrir hv. þm. Sigurð Kára Kristjánsson, hann er alveg einfær um það sjálfur, og þá eiga menn að fara í andsvar við hann en ekki mig varðandi þetta atriði um fjölmiðlana.

En hitt, að það sé einhver árás á fjölmiðla í greinargerð með frumvarpinu, ég get hvergi séð það. Og er það einhver árás á fjölmiðla að eitthvað sé leynt í þjóðfélaginu og ekki megi birta það? Það væri heldur betur langt gengið því að þá væri það í raun árás á fjölmiðla að öllum bankaupplýsingum er haldið leyndum.