135. löggjafarþing — 18. fundur,  5. nóv. 2007.

tekjuskattur.

36. mál
[19:04]
Hlusta

Grétar Mar Jónsson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Það er dálítið sérstakt hvernig menn verjast í þessu máli og þegar hv. þm. Pétur Blöndal talar um svik hjá fólki, öryrkjum, vegna bóta frá Tryggingastofnun og að það sé hlutur sem taka þarf upp í þessari umræðu þá er það auðvitað bara dapurlegt og sorglegt þegar menn eru orðnir rökþrota og vita ekki hvernig þeir eiga að bregðast við í umræðunni til að verja sig. Ég harma málflutning hv. þm. Péturs Blöndals.