135. löggjafarþing — 19. fundur,  6. nóv. 2007.

Háskóli á Ísafirði.

30. mál
[16:11]
Hlusta

Guðbjartur Hannesson (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þarf í sjálfu sér ekkert að svara því sem hv. þm. Kristinn H. Gunnarsson segir, ég held að við séum algjörlega sammála um að málið þurfi að fara í áframhaldandi vinnu, ekki til að svæfa það heldur þvert á móti til að koma því á framkvæmdastig og ég treysti á að við eigum um það gott samstarf. Ég óttast ekki að ríkisstjórnin standi ekki að því að efla háskólastarf og framhaldsskólastarf á landsbyggðinni og þó að við sjáum það ekki allt í fyrstu fjárlögum treysti ég á að það verði enn þá sýnilegra í næstu fjárlögum á næsta ári.