135. löggjafarþing — 21. fundur,  8. nóv. 2007.

utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[16:44]
Hlusta

Karl V. Matthíasson (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir það sem hún sagði í sambandi við Vestnorræna ráðið og það sem er að gerast þar. Það er alveg greinilegt að það starf allt er að eflast og dafna og líka að fá aukna athygli og meiri vigt hjá hinum Norðurlöndunum eins og kom til dæmis mjög vel fram á Norðurlandaráðsþinginu fyrir nokkrum dögum þar sem Norðurlandaráðsþing fjallaði töluvert um tillögu sem samþykkt var á fundi Vestnorrænna ráðsins í Grænlandi í ágúst síðastliðnum um björgunarmál og ýmislegt annað, loftslagsbreytingarnar og allt það.

Ég sat einnig þennan fund sem hv. þingmaður talaði um, sem sagt þemaráðstefnuna á Húsavík, sem var um viðskipti landanna og þar komu einmitt þessi orð Alequ Hammond utanríkisráðherra fram.

En ég verð að segja að því meira sem við störfum saman með Grænlendingum og á öllum vettvangi í sambandi við börn og allt hvað eina þá skiptir það svo miklu máli. Bara það að hún skuli tala um það í auknum mæli að þau gangi inn í hluta samkomulagsins eða þessa sáttmála sýnir að þau hafa meiri áhuga á samstarfi við okkur. Það var þetta sem mig langaði bara að árétta og nefna í tengslum við þessi orð hv. þingmanns.