135. löggjafarþing — 22. fundur,  12. nóv. 2007.

tekjuskattur.

42. mál
[17:47]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er náttúrlega ekkert jafnræði milli opinberra stofnana og einkafyrirtækja og verður aldrei vegna þess að ríkið stendur með veð í vösum okkar allra, skattgreiðenda, á bak við opinberu fyrirtækin auk þess sem þau eru með allt annað lífeyriskerfi fyrir starfsmenn sína og allt annað launakerfi. Það er ekkert jafnræði og við komum því ekki á með þessu.

Þau eru mörg góðu málin. Ég hugsa að það kosti ekki nein lifandis býsn að fella niður virðisaukaskatt af ilskóm handa öldruðum, segjum fyrir áttræða og eldri, en það mundi gera gat í kerfið.