135. löggjafarþing — 22. fundur,  12. nóv. 2007.

tekjuskattur.

42. mál
[17:48]
Hlusta

Flm. (Lúðvík Bergvinsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hér er verið að tala um að skapa jafnræði milli þeirra sem starfa hjá opinberum fyrirtækjum og þeirra sem starfa hjá einkafyrirtækjunum, ekki fyrirtækjunum sem slíkum eða stofnunum sem slíkum. Verið er að skapa ákveðið jafnræði hjá starfsmönnum, það er það sem verið er að leggja til. Ég trúi því ekki að hv. þingmaður geti ekki staðið að því að einkafyrirtækin geti boðið starfsmönnum sínum sambærilega hluti og opinber fyrirtæki, ég trúi ekki að hv. þingmaður geti ekki staðið að því.

Í annan stað er líka verið að tala um að þessi hlunnindi séu uppi á borðinu en séu ekki falin á einhvern annan hátt. Ég hefði talið að hv. þingmaður hefði getað tekið undir þetta tvennt, að það sé í samræmi við lífsskoðanir hans eins og ég hef skilið þær þann langa tíma sem við höfum verið saman á Alþingi.