135. löggjafarþing — 22. fundur,  12. nóv. 2007.

réttindi samkynhneigðra.

18. mál
[18:38]
Hlusta

Jón Magnússon (Fl) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það var nú alls ekki meiningin, hv. þm. Kolbrún Halldórsdóttir, að skúmaskotast með það að gera þingmanninum grein fyrir því með hvaða hætti og hvernig hegningarlögin eru uppbyggð. Ég vil t.d., fyrst skorað er á mig að upplýsa það, að við erum með margs konar kynhneigð. Ein heitir barnagirnd. Við gerum það ólögmætt. Það er hins vegar ekkert… (KolH: Það er ekki kynhneigð.) Að sjálfsögðu er það kynhneigð. Það er hins vegar þannig að við gerum þá kynhneigð refsiverða. Ég reikna með því að við séum öll sammála um að þannig eigi það að vera.

Hitt er annað mál að það er ástæðulaust að blanda því inn í þessa umræðu eins og ég rakti í upphafi ræðu minnar. Við erum að tala hér um ákveðna hluti sem eru viðurkenndir og njóta réttinda að lögum. Samkynhneigðir njóta allra almennra réttinda að lögum. Þá er ég að segja: Það borgar sig hvorki fyrir þann hóp né aðra að fara yfir þá línu að brjóta gegn því sem ég kalla að sýna hvert öðru eðlilegt umburðarlyndi.