135. löggjafarþing — 24. fundur,  14. nóv. 2007.

flutningsjöfnunarstyrkir.

136. mál
[13:41]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg):

Hæstv. forseti. Það vakti sannarlega undrun mína og annarra að í sömu andránni, ef svo má segja, hefur verið lagt til að leggja niður flutningsjöfnunarsjóð og taka út einn ákveðinn landshluta, sem sagt Vestfirði, og veita þangað tímabundið flutningsstyrki. Það er gleðilegt að ráðherra hefur upplýst hér að fallið verði frá því að leggja niður jöfnunarsjóð olíuvara og meta það í heild en eins og okkur ætti öllum að vera kunnugt er hátt verðlag sem m.a. hlýst af háum flutningskostnaði úti um hinar dreifðu byggðir, (Forseti hringir.) hvort sem það eru Vestfirðir eða Austfirðir, mikið álag á íbúa þessara svæða. Ég hvet (Forseti hringir.) hæstv. ráðherra til að skoða vel (Forseti hringir.) dísilolíugjaldið eins og það er í dag.

(Forseti (EMS): Forseti endurtekur beiðni til hv. þingmanna um að virða tímamörk.)